Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. apríl 2019 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Síðustu tesoparnir
Liverpool eða City - Brighton eða Cardiff
Mynd: Getty Images
Þetta er ekki auglýsing fyrir Earl Grey eða Pickwick. Þetta er samantekt fyrir síðustu leiki ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Stöðuna í deildinni, allir leikir liðanna í topp- og Meistaradeildarbaráttunni sem og fallbaráttan tekin fyrir hér að neðan.

Toppbaráttan
Mikil barátta er um toppsætið, enska meistaratitilinn. Liverpool leiðir en Manchester City er aðeins tveimur stigum á eftir og á leik til góða. City tekur á móti Tottenham um helgina og fer svo í heimsókn á Old Trafford í miðri viku. Ef liðið vinnur báða þá leiki þá verður að teljast ansi líklegt að liðið klári rest og landi titlinum.

Liverpool hefur gert sitt í baráttunni, liðið kláraði Chelsea sannfærandi um síðustu helgi. Liðið mætir fallbaráttuliði Cardiff á útivelli um helgina sem gæti verið snúið en Liverpool hefur sýnt fagmennsku og ætti því að klára þann leik. Meistaradeildin truflar City ekki meira, hvað varðar leikjaálag í það minnsta. Liverpool mætir Barcelona í hörku leikjum.

Meistaradeildarbaráttan
Tottenham, Arsenal, Chelsea og Man Utd berjast öll um þriðja og fjórða sætið. Ef að Tottenham klárar Meistaradeildina þarf liðið ekki að treysta á árangur í deildarkeppninni til þess að komast í Meistaradeildina. Sigur þar kemur liðinu beint í Meistaradeildina að ári. Klári Chelsea eða Arsenal Evrópudeildina fer það lið einnig beint í Meistaradeildina.

Fari svo að Tottenham vinni Meistaradeildina og endi fyrir neðan fjórða sæti og Chelsea eða Arsenal vinni Evrópudeildina og endi einnig yfir neðan fjórða sætið þá mun fjórða sætið einungis gefa Evrópudeildarsæti.

Manchester United á líklega erfiðasta leikjaplanið eftir ef frá eru talin möguleg ferðalög og leikjaálag á Evrópudeildarliðin Chelsea og Arsenal en þau fara líklegast áfram í undanúrslitin í kvöld. United á bæði eftir að mæta Chelsea og City.

Fallbaráttan
Cardiff gerði mjög vel í vikunni og vann Brighton í innbyrðis leik liðanna. Aron Einar var einn af bestu mönnum vallarins og gífurlega mikilvægt að hann sé heill fyrir síðustu fjóra leiki Cardiff.

Brighton hefur tveggja stiga forskot og á eftir að leika einum leik fleira en Cardiff. Brighton hefur hins vegar verið að spila afskaplega illa og tapað fjórum leikjum í röð í deildinni.

Leikir Liverpool
21.04 Cardiff - Liverpool
26.04 Liverpool - Huddersfield
01.05 Barcelona - Liverpool
05.05 Newcastle - Liverpool
07.05 Liverpool - Barcelona
12.05 Liverpool - Wolves

Leikir Manchester City
20.04. Manchester City - Tottenham
24.04 Manchester United - Manchester City
28.04 Burnley - Manchester City
04.05 Machester City - Leicester
12.05 Brighton - Manchester City
18.05 Manchester City - Watford

Leikir Tottenham
20.4 Manchester City - Tottenham
23.04 Tottenham - Brighton
27.04 Tottenham - West Ham
30.04 Tottenham - Ajax
06.05 Bournemouth - Tottenham (verður líklegast leikinn 05.05.)
08.05 Ajax - Tottenham
12.05 Tottenham - Everton

Leikir Arsenal
18.04 Napoli - Arsenal
21.04 Arsenal - Crystal Palace
24.04 Wolves - Arsenal
29.04 Leicester - Arsenal
04.05 Arsenal - Brighton
12.05 Burnley - Arsenal

Leikir Chelsea
18.04 Chelsea - Slavia Prag
22.04 Chelsea - Burnley
28.04 Manchester United - Chelsea
04.05 Chelsea - Watford
12.05 Leicester - Chelsea

Leikir Manchester United
21.04 Everton - Manchester United
24.04 Manchester United- Manchester City
28.04 Manchester United - Chelsea
05.05 Huddersfield - Manchester United
12.05 Manchester United - Cardiff

Leikir Brighton
20.04 Wolves - Brighton
23.04 Tottenham - Brighton
27.04 Brighton - Newcastle
04.05 Arsenal - Brighton
12:05 Brighton - Manchester City

Leikir Cardiff
21.04 Cardiff - Liverpool
27.04 Fulham - Cardiff
04.05 Cardiff - Crystal Palace
12.05 Manchester United - Cardiff

Markahæstir(stoðsendingar)
Sergio Aguero 19(7)
Mo Salah 19(7)
Aubameyang 18(5)
Sadio Mane 18(1)
Raheem Sterling 17(9)
Harry Kane 17(4)
Eden Hazard 16(12)
Jamie Vardy 15(4)
Paul Pogba 13(9)
Lacazette 13(7)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner