banner
   fim 18. apríl 2019 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sissoko: Einn inn í klefa og vissi ekki neitt - Hélt við hefðum tapað
Mynd: Getty Images
Tottenham komst í gær áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatíska viðureign við Manchester City. Viðureignin endaði 4-4 samanlagt en Tottenham fór áfram á útivallarmörkum skoruðum. Manchester City skoraði mark í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Moussa Sissoko, miðjumaður Tottenham, meiddist í leiknum og þurfti að fara af velli. Þegar City skoraði fimmta mark sitt í uppbótartíma fór Sissoko inn í klefa.

„Ég sá markið og fór beint inn í klefa. Ég var einn, enginn kom með mér. Það var enginn sjónvarpsskjár og ég var búinn að ákveða að við værum úr leik," sagði Sissoko eftir leik.

„Svo kom einn úr þjálfarateyminu á sprettinum inn í klefa og öskraði að við værum komnir áfram"

„Ég spurði hann hvernig við fórum að því. Markið var dæmt af og ég gleymdi strax meiðslum mínum og fór að fagna með hinum. Þetta var svakalegur rússíbani."


Tottenham mætir Manchester City aftur um helgina og verður Sissoko fjarri góðu gamni. Spurs mætir svo Ajax eftir tvær vikur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og vonast leikmaðurinn eftir því að ná þeim leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner