banner
   fim 18. apríl 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur og Breiðablik bjóða frítt á úrslitaleikinn
Breiðablik og Valur eigast við.
Breiðablik og Valur eigast við.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Klukkan 16:00 í dag mætast Breiðablik og Valur í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars kvenna.

Leikurinn fer fram á Eimskipsvellinum, gervigrasinu í Laugardal.

Breiðablik bar sigurorðið af Þór/KA eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum mótsins á meðan Valur vann Stjörnuna örugglega.

Breiðablik hefur unnið keppnina sex sinnum, en Valur fimm sinnum.

Félögin bjóða frítt á leikinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna á völlinn!

Lengjubikar kvenna
Úrslitaleikur
Valur - Breiðablik
Fimmtudaginn 18. apríl kl. 16.00
Eimskipsvöllurinn

Úr reglugerð mótsins
2.4 Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma í úrslitakeppnum mótsins, skal fara fram vítaspyrnukeppni til að úrskurða um sigurvegara.

Fyrir þá sem komast ekki þá verðum við með textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner