Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   lau 18. maí 2019 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
170 milljónir punda undir í leiknum 27. maí
Aston Villa og Derby mætast á Wembley.
Aston Villa og Derby mætast á Wembley.
Mynd: Getty Images
Derby mætir Aston Villa í úrslitaleik um það hvaða lið fer upp í ensku úrvalsdeildina.

Leikurinn fer fram á Wembley eftir rúma viku, á mánudaginn þann 27. maí. Sæti í úrvalsdeildinni er í húfi og talað er um að 170 milljónir punda séu í húfi fyrir vinningsliðið.

Derby komst í úrslitaleikinn eftir hörkuspennandi einvígi við Leeds á meðan Aston Villa þurfti að fara í gegnum vítaspyrnukeppni til að klára West Brom.

Samkvæmt Deloitte fær sigurliðið í leiknum 27. maí aukatekjur sem nema um 170 milljónum punda á næstu þremur árum.

95 milljónir punda fást fyrir að leika í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð og falli liðið strax á fyrstu leiktíð nema fallhlífagreiðslur um 75 milljónum punda næstu tvö tímabilin í kjölfarið.

Haldi sigurvegarinn sér uppi á næstu leiktíð er um enn meiri tekjur að ræða eða um 300 milljónir punda.

Aston Villa tapaði í þessum sama leik gegn Fulham í fyrra en Derby datt út í undanúrslitunum fyrir ári síðan. Aston Villa vann leiki liðanna á leiktíðinni samanlagt 7-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner