Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. maí 2019 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne ber enga samúð gagnvart Liverpool
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, ber enga samúð gagnvart Liverpool.

Liverpool rétt missti af sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í 29 ár á þessari leiktíð. Liðið endaði einu stigi á eftir Manchester City eftir gríðarlega harða titilbaráttu.

Guardian spurði De Bruyne hvort hann bæri einhverja samúð gagnvart Liverpool. „Nei. Á endanum þýðir þetta bara að við vorum betri en þeir."

„Ég finn ekki til með þeim vegna þess að ég tel að þeir myndu ekki finna til með okkur. Ég held að enginn hafi fundið til með okkur þegar við féllum úr leik í Meistaradeildinni."

De Bruyne og félagar í Man City geta í dag orðið bikarmeistarar og þar með orðið fyrsta karlaliðið til að vinna ensku þrennuna; ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn og enska deildabikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner