Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 18. maí 2019 13:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ekki ætlun okkar að móðga fólk
Mynd: Getty Images
Í vikunni fór í dreifingu myndband þar sem mátti sjá leikmenn Manchester City syngja sína útgáfu af „Allez, Allez, Allez" söngnum sem stuðningsmenn Liverpool hafa kyrjað frá því á síðasta tímabili.

Í breytta textanum er meðal annars sungið um að stuðingsmenn Liverpool séu lamdir úti á götu og að grátið sé í stúkunni.

City hefur neitað því að það sé verið að syngja um Sean Cox eða Hillsborough-slysið.

Bróðir Sean Cox trúir hins vegar þeirri yfirlýsingu ekki.

Guardiola telur að ætlunin hafi ekki verið að móðga, en hann baðst samt sem áður afsökunar.

„Það er ótrúlegt að eitthvað fólk haldi að við höfum verið að móðga þessa sorglegu atburði í sögu Liverpool," sagði Guardiola við blaðamenn.

„Við vorum ánægðir með okkur sjálfa. Ef einhver móðgaðist, þá biðst ég afsökunar, en það var aldrei ætlun okkar."

Hér að neðan má sjá myndbandið umtalaða.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner