lau 18. maí 2019 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Emil og félagar með gríðarlega mikilvægan sigur
Udinese vann mikilvægan sigur.
Udinese vann mikilvægan sigur.
Mynd: Getty Images
Emil var allan tímann á bekknum.
Emil var allan tímann á bekknum.
Mynd: Getty Images
Udinese 3 - 2 Spal
1-0 Samir ('5 )
2-0 Stefano Okaka Chuka ('31 )
3-0 Stefano Okaka Chuka ('35 )
3-1 Andrea Petagna ('53 )
3-2 Mattia Valoti ('59 )

Emil Hallfreðsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar lið hans Udinese vann gríðarlega mikilvægan sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Udinese fékk Spal í heimsókn og byrjaði af miklum krafti. Brasilíumaðurinn Samir kom Udinese yfir á fimmtu mínútu og sóknarmaðurinn Stefano Okaka bætti við tveimur mörkum fyrir leikhlé.

Staðan var því 3-0 fyrir Udinese í hálfleik. Snemma í seinni hálfleiknum minnkaði Spal hins vegar muninn og það var ekki liðið korter af seinni hálfleiknum þegar staðan var orðin 3-2.

Udinese náði hins vegar að halda út og lokatölur því 3-2 fyrir Udinese, sem fer upp í 40 stig, fimm stigum frá fallsæti. Þessi sigur var mögulega að tryggja liðinu áframhaldandi veru í deild þeirra bestu á Ítalíu.

Spal verður áfram í Seríu A á næsta tímabili. Liðið er með 42 stig.

Það eru tveir aðrir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

16:00 Genoa - Cagliari
18:30 Sassuolo - Roma (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner