Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. maí 2019 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Potter mun taka við Brighton
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar eru sammála um að Graham Potter verði ráðinn til Brighton á næstu vikum en félagið þarf að greiða 3 milljónir punda í miskabætur til Swansea. Potter mun taka Billy Reid, Bjorn Hamberg og Kyle Macaulay með sér yfir.

Brighton rak Chris Hughton á mánudaginn og opnaði strax viðræður við Swansea um að fá Potter frá þeim. Svanirnir höfnuðu viðræðunum og ákvað Potter í kjölfarið að láta stjórn félagsins vita að hann vildi burt.

Potter gerði garðinn frægan með Östersund í Svíþjóð og hefur dvöl hans hjá Swansea einnig verið jákvæð. Svanirnir eru í miklum fjárhagsörðugleikum og munu hleypa mönnum á borð við Wilfred Bony og Leroy Fer frítt frá félaginu í sumar til að lækka launakostnað. Fer er fyrirliði Swansea.

Þrátt fyrir vandamálin náði Potter að enda í efri hluta Championship deildarinnar og hefur stjórn Brighton því miklar mætur á honum.

Hughton hefur verið við stjórnvölinn hjá Brighton síðan í desember 2014, eða í fjögur og hálft ár. Hann kom liðinu upp úr Championship deildinni 2017 og hefur það verið í ensku fallbaráttunni síðan. Potter á að færa liðið á næsta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner