Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. maí 2019 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sport: Leikmenn Barcelona vilja ekki Griezmann
Antonie Griezmann.
Antonie Griezmann.
Mynd: Getty Images
Griezmann er sagður á leið til Barcelona.
Griezmann er sagður á leið til Barcelona.
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann vill fara frá Atletico Madrid í sumar. Hann er búinn að tilkynna það sjálfur.

Griezmann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og er það hans líklegasti áfangastaður.

En samkvæmt dagblaðinu Sport, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona, þá gæti verið hægara sagt en gert fyrir Griezmann að spila með Barcelona á næsta tímabili.

Sport kveðst hafa heimildir fyrir því að leikmenn Barcelona vilji ekki fá Griezmann til félagsins. Leikmannahópurinn sé búinn að gera Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, grein fyrir því að Griezmann sé ekki velkominn.

Ástæðan fyrir því að leikmenn Barcelona vilja ekki fá Griezmann er heimildamynd hans frá síðasta ári. Það var tekið illa í hana hjá Barcelona eftir að margir leikmenn liðsins lýstu því yfir að þeir vildu fá Griezmann til félagsins.

Griezmann var sterklega orðaður við Barcelona í fyrra áður en hann gaf út heimildamynd, en myndin snerist um ákvörðun hans að vera áfram hjá Atletico. Hann hafnaði Barcelona opinberlega. Núna ári seinna vill hann fara frá Atletico.

Leikmenn Barcelona eru á þeirri skoðun að Griezmann hafi sýnt þeim og félaginu vanvirðingu og hann sé ekki verðugur til að klæðast treyju Barcelona.

Einnig telja leikmenn að Griezmann sé ekki leikmaður sem Barcelona þarf á að halda.

Sport segir að það séu ekki bara leikmenn sem vilji ekki fá Griezmann til félagsins, stuðningsmenn Barcelona eru líka á þeirri skoðun. Í könnun sem Sport gerði þá sögðust 67%, af 50.000 sem kusu, á móti því að fá Griezmann til Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner