Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2020 20:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætla að leyfa titilfögnuð ef það er talið öruggt
Mynd: Getty Images
„Þú vilt gefa þessum leikmönnum og öllu starfsfólkinu augnablikið sem allir hafa lagt svo mikið á sig til að upplifa. Ef það kemur til þess þá munum við reyna láta það gerast," segir Richard Masters, stjórnaformaður ensku úrvalsdeildinnar.

Liverpool er tveimur sigrum frá því að tryggja fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár og úrvalsdeildin vill að það verði hægt að fagna titlinum þegar hann vinnst ef það er talið öruggt að gera það.

Ef heilsu almennings er ekki talið ógnað vill úrvalsdeildin að leikmenn og starfsfólk meistaraliðsins, sem líklegast verður Liverpool, geti fagnað með sínum áhangendum.

„Ef það er einhver möguleiki á að hægt sé að gera það þá já, við værum til í að leyfa titilfögnuð með stuðningsmönnum," sagði Masters í dag.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner