Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ákvörðun tekin varðandi skosku deildina í dag - Celtic fær titilinn
Mynd: Getty Images
Búist er við því að lokaákvörðun varðandi framhald skoska tímabilsins verði tekin á stjórnfundi skosku úrvalsdeildarinnar í dag.

Telegraph greinir frá því að allar líkur eru á að sú ákvörðun að enda tímabilið verði staðfest. Celtic ynni þá sinn níunda deildartitil í röð en liðið trónir á toppi deildarinnar með þrettán stiga forystu á Rangers.

UEFA er sagt vera tilbúið að samþykkja tillögu skosku úrvaldeildarinnar. Enn er þó óljóst hvað verður gert í sambandi við lið í fallsætum. Annað hvort verður fjölgað liðum í efstu deild eða látið botnlið Hearts falla.

Celtic, Rangers og Aberdeen eru meðal félaga sem eru sögð styðja þá tillögu að fjölga liðum í efstu deild skoska boltans upp í fjórtán. Það yrði þó aðeins tímabundin breyting og myndi gera Dundee United kleift að fara aftur upp í efstu deild. Þá myndu lið í næstu sætum fyrir neðan mætast í umspilskeppni um síðasta lausa sætið í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner