Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. maí 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal lítur brot Lacazette alvarlegum augum
Lacazette er elskaður af samherjum sínum og stuðningsmönnum.
Lacazette er elskaður af samherjum sínum og stuðningsmönnum.
Mynd: Getty Images
Talsmaður frá Arsenal hefur tjáð sig um mál Alexandre Lacazette sem tók myndband af sjálfum sér innbyrða hláturgas á dögunum.

Lacazette sendi myndbandið til vina sinna og það endaði hjá enskum fjölmiðlum sem keppast harkalega um fréttir í miðjum heimsfaraldri.

„Við munum leysa þetta mál innan félagsins. Félagið tekur þessu mjög alvarlega," sagði talsmaður Arsenal.

Hláturgas, sem er notað sem deyfingarlyf af tannlæknum, er ekki ólöglegt á Englandi en notkun þess sæmir ekki hegðun fyrirmyndar. Þetta er í annað sinn á tæpum tveimur árum sem Lacazette er myndaður við að innbyrða hláturgas og fékk franski sóknarmaðurinn aðvörun í fyrra skiptið, ásamt liðsfélögum sínum á borð við Mesut Özil og Pierre-Emerick Aubameyang.

Sjá einnig:
Lacazette tók hláturgas og dreyfði myndbandinu
Leikmenn Arsenal aðvaraðir eftir að hafa fengið sér hláturgas

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner