Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 18. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hearts ósátt með niðurstöðuna: Dýrara að falla en að fara í mál
Leikmenn Hearts.
Leikmenn Hearts.
Mynd: Getty Images
Í dag tilkynnt að Celtic væri skoskur meistari, níunda tímabilið í röð. Ákvörðun var tekin að nýtast við þá aðferð að taka mið af meðalfjölda stiga hvers liðs fyrir þá leiki sem nú þegar er búið að spila og gefa því félögum stig fyrir þá leiki sem eftir eru útfrá þeim reikningi. Sú aðferð þýðir að Hearts er fallið niður í næstefstu deild og er félagið ósátt með þá niðurstöðu.

Sjá einnig:
Tímabilinu lokið í Skotlandi - Celtic meistari

Hearts er að íhuga að fara í mál vegna þessarar niðurstöðu. Þetta er í annað sinn á sex árum sem liðið fellur niður um deild.

„Okkur finnst þessi niðurstaða ekki rétta að einhverju félagi sé refsað vegna COVID-19 ástandsins. Það var í umræðunni að breyta deildinni og það er ennþá til umræðu," segir í tilkynningu Hearts.

„Við erum að fá ráðgjöf frá lögfræðingum og munum halda því áfram. Að fara í mál er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Á sama tíma er kostnaðurinn við það að falla meiri en samanlagður tímakostnaður og málskostnaður."
Athugasemdir
banner
banner