Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hefur farið á síðustu 1503 keppnisleiki QPR
Stuðningsmenn QPR. Félagið hefur verið í Championship deildinni síðustu fimm ár.
Stuðningsmenn QPR. Félagið hefur verið í Championship deildinni síðustu fimm ár.
Mynd: Getty Images
Chris Kemp er líklega dyggasti stuðningsmaður heims en þessi 52 ára gamli knattspyrnuunnandi hefur ekki misst af keppnisleik hjá QPR síðan í september 1989.

Sky Sports fjallaði um þennan ofurstuðningsmann í gær en ótrúlegt met hans er í hættu vegna kórónuveirunnar, sem neyðir knattspyrnufélög til að spila fyrir luktum dyrum.

Fyrsti leikurinn var 1-0 tap á útivelli gegn Manchester City í september 1989. Kemp hefur mætt á alla 1503 leiki QPR síðan þá og því ferðast vítt og breytt um England.

„Get ég sleppt því að telja leikina með sem ég missi af vegna kórónuveirunnar? Það hefur margt komið uppá í gegnum tíðina en mér hefur alltaf tekist að mæta á leikinn," sagði Kemp.

Kemp hefur séð QPR spila gegn 95 mismunandi andstæðingum á 104 mismunandi völlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner