Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2020 17:55
Elvar Geir Magnússon
Hlaðvarpsþáttur um fótboltabækur
Halldór Maeteinsson (til vinstri) er umsjónarmaður þáttarins.
Halldór Maeteinsson (til vinstri) er umsjónarmaður þáttarins.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Á síðustu misserum hefur Bókasafn Hafnarfjarðar unnið að því að kaupa inn fleiri og fjölbreyttari fótboltabækur fyrir gesti safnsins.

Upplýsingafræðingurinn Halldór Marteinsson, einn af ritstjórum Rauðu djöflanna og Ljónavarpsins, hefur séð um það verkefni og hann hefur nú einnig gert hlaðvarpsþátt um fótboltabækur.

Til að byrja með verða þetta tveir þættir um fótboltabækur þar sem Halldór ræðir við rithöfunda um fótboltabækurnar þeirra og fótboltaskrif almennt. Fyrri þátturinn var gefinn út í dag en sá seinni kemur út að viku liðinni.

Í þessum þætti ræðir Halldór við Víði Sigurðsson, blaðamann af mbl.is og ritsjóra Íslenskrar knattspyrnu, og James Montague. Montague hefur ferðast um allan heim til að skrifa um fótbolta frá hinum ýmsu hliðum, oftast í bland við pólitík. Hann er líka mikill Íslandsvinur eins og komið er inn á í þættinum.

Hægt er að finna þáttinn á Spotify, öllum helstu hlaðvarpsveitum og með því að smella á þennan hlekk.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner