mán 18. maí 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA hefur misst lykilmenn - „Ekki alltaf lausnin að hlaupa til og kaupa"
Callum Williams.
Callum Williams.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í Pepsi Max-deildinni, var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í dag.

Óli var spurður út í breytingar á leikmannahópnum frá síðasta tímabili. Er hann með betra lið að sínu mati heldur en hann var með í fyrra þegar KA endaði í 5. sæti?

„Ég er með allt öðruvísi lið. Við höfum misst átta leikmenn (farið frá félaginu eða meiðst). Lykilleikmenn eins og Callum Williams og Torfi (Tímóteus Gunnarsson), miðverðirninr sem spiluðu síðustu leikina á síðustu leiktíð, eru farnir. Iosu Villar, sem kom vel inn í hlutina hjá okkur, er farinn og Alexander Groven. Svo missum við Ella (Elfar Árna Aðalsteinsson) í meiðsli og Haukur Heiðar (Hauksson) fór í erfiða aðgerð."

„Við erum að missa reynda og öfluga leikmenn frá okkur og fengið inn yngri og óreyndari menn í staðinn. 'Dýnamíkin' hjá okkur er allt öðruvísi og þetta verður áskorun að búa til nýtt lið út frá því sem við höfum núna."

„Þú verður að kreista það allra besta úr því sem þú hefur þó að það sé kannski eins og þú vilt hafa það. Það er sjaldan þannig,"
sagði Óli.

„Ég er rosalega ánægður með þann efnivið sem við höfum úr að vinna. Það er spennandi að búa til og hleypa inn yngri strákum. Við gerðum það vel í fyrra og við blóðguðum leikmenn þá sem verða í lykilhlutverkum í ár."

„Við erum með tólf leikmenn sem við sjáum fyrir okkur koma inn í misstór hlutverk á næstu tveimur árum sem verður grunnur að framtíðarliði KA. Þó það vanti leikmenn frá í fyrra þá er frábært að þessir strákar fái hlutverk hjá okkur. Það er ekki alltaf lausnin að hlaupa til að kaupa."


Sjá einnig:
Óli Stefán: Engin dagsetning komin með Hauk Heiðar

Breytingar á leikmannahópi KA; Komnir:
Gunnar Örvar Stefánsson frá Magna
Jibril Abubakar frá Midtjylland á láni
Mikkel Qvist frá Horsens á láni
Rodrigo Gomes Mateo frá Grindavík
Sveinn Margeir Hauksson frá Dalvík/Reyni

Farnir:
Alexander Groven til Noregs
Callum Williams hættur
Daniel Cuerva til Tælands
Ólafur Aron Pétursson í Þór
Iosu Villar til Spánar
Sæþór Olgeirsson í Völsung
Torfi Tímóteus Gunnarsson í Fjölni (Var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner