Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2020 22:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Mér finndist ósanngjarnt ef allt yrði þurrkað út
Mynd: Getty Images
„Ég hef heyrt þá umræðu að einhverjir vilji þurrka þetta tímabil út og dæma það ógilt. Við höfum spilað 76% af tímaiblinu og þið viljið þurrka allt út?" spurði Jurgen Klopp í dag.

Liverpool er langefst í úrvalsdeildinni og þarf einungis tvo sigra til að innsigla Englandsmeistaratitilinn. Klopp, sem er stjóri Liverpool, segir að það séu til verri hlutir en að vinna ekki úrvalsdeildina en það sé samt sem áður mikilvægt.

„Mér finndist ósanngjarnt ef allt yrði bara þurkkað út. Við erum efsir þegar horft er á árangur á heimavelli og á útivelli. Þetta er tímabil þar sem við eigum að verða meistarar."

„Það er mikilvægast að eiga við faraldurinn en það þýðir ekki að sumir hlutir verði ómerkilegir vegna þess að þeir eru ekki jafn mikilvægir."

„Ég held að það séu til verri hlutir en að verða ekki meistarar. Fullt af fólki á í erfiðleikum í kringum okkur. Fólk deyr, það mun alltaf gerast, en á þessari stundu er það vegna þessarar veiru sem við vorum ekki undirbúin fyrir."

„Við getum ekki undirbúið okkur fyrir allt, stundum verður að berjast á móti því sem kemur óvænt. Það er stærsta áskorunin í lífinu: það hvernig þú tekur á þeim hlutum sem þú áttir ekki von á."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner