Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. maí 2020 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mertens að framlengja við Napoli - Hærri laun í boði annars staðar
Mertens til vinstri.
Mertens til vinstri.
Mynd: Getty Images
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Dries Mertens sé búinn að ná samkomulagi við Napoli um að framlengja samning sinn um tvö ár. Ekki er þó búið að undirrita samninginn en allt annað er frágengið.

Dries Mertens var að renna út á samningi og höfðu stórlið áhuga á honum en þar má nefna Inter og Chelsea.

Mertens, sem er 33 ára gamall belgískur sóknarmaður, gekk í raðir Napoli árið 2013 frá hollenska félaginu PSV. Mertens er markahæsti leikmaður í sögu Napoli ásamt Marek Hamsik. Þeir hafa báðir skorað 121 mark.

Mertens er sagður fá 140 þúsund pund í vikulaun næstu tvö árin en samkvæmt heimildum The Guardian var Inter tilbúið að borga honum 170 þúsund pund í vikulaun. Mertens fær 2,2 milljónir punda við undirskrift.


Athugasemdir
banner
banner