Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Notuðu óvart kynlífsdúkkur í stað gína
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
FC Seoul er eitt af stærstu félagsliðum Suður-Kóreu og vann efstu deild þar í landi þrisvar síðasta áratug. Liðið endaði þá í öðru sæti í asísku Meistaradeildinni 2013.

Suður-kóreska deildin er farin af stað og er spilað fyrir luktum dyrum en FC Seoul hefur tekið uppá því að koma fyrir gínum í stað áhorfenda uppi í stúku þegar liðið á heimaleiki.

Gínurnar voru klæddar upp í föt og héldu ýmist á spjöldum eða voru með hendur á lofti.

Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta voru ekki gínur heldur kynlífsdúkkur. Það sást sérstaklega á einni dúkkunni sem skar sig út frá hinum á brjóstastærðinni.

Kóreskir fjölmiðlar fjölluðu um málið og hefur félagið beðist afsökunar á mistökunum. Félagið skellti þó sökinni á birgirinn sem var snöggur að benda aftur á félagið.

Seoul vann leikinn 1-0 og er með þrjú stig eftir tvær umferðir. Liðið endaði í 3. sæti á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner