mán 18. maí 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stefán: Engin dagsetning komin með Hauk Heiðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í dag.

Óli Stefán er þjálfari KA sem leikur í Pepsi Max-deild karla og var hann spurður út í stöðu mála á leikmannahópi félagsins. Hann segir stöðuna góða.

„Ásgeir (Sigurgeirsson) var meiddur og hann hefur fengið góðan tíma til að gera sig kláran. Álaginu á æfingum nú er stýrt þannig að líkurnar á meiðslum eru minni. Við erum með hópinn í þokkalega fínu lagi," sagði Óli.

Síðar í spjallinu var hann spurður út í stöðuna á Hauki Heiðari Haukssyni en hann fór í erfiða aðgerð í vetur.

„Hann verður ekki klár í fyrsta leik. Hann verður klár einhvertímann í sumar og við vonum að hann komi enn öflugri inn heldur en í fyrra. Hann er nýfarinn af stað af einhverju viti svo við vitum ekki alveg hvenær hann verður klár. Hann fær þann tíma sem hann þarf."

„Ég er ekki með dagsetningu á endurkomu og væntanlega ekki hann sjálfur. Við bíðum og vonum,"
sagði Óli Stefán.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner