Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 18. maí 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Helgi Sig er óvitlaus maður
Mynd: thorsport
Alvaro Montejo framlengdi samning sinn við Þór í vetur.
Alvaro Montejo framlengdi samning sinn við Þór í vetur.
Mynd: Thorsport
Aron Birkir Stefánsson verður líklega klár í fyrsta leik.
Aron Birkir Stefánsson verður líklega klár í fyrsta leik.
Mynd: Raggi Óla
Páll Viðar Gíslason var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í dag.

Palli er þjálfari Þórsara í 1. deild karla og var fyrsta spurningin út í ummæli Helga Sigurðssonar, þjálfara ÍBV, en Helgi spáir Þórsörum góðu gengi næsta sumar.

„Já, hann er óvitlaus hann Helgi. Að sjálfsögðu er það ekkert leyndarmál að Þór stefnir alltaf á að spila meðal þeirra bestu. Við viljum vera í toppbaráttu og Helgi veit hvað hann syngur."

„Það vantaði herslumuninn í fyrra, eitthvað bras á liðinu, en kjarninn er áfram. Þéttur hópur sem þekkist vel og ég er bjartsýnn fyrir sumarið."


Palli var spurður út í sögusagnir um Alvaro Montejo og að hann myndi yfirgefa herbúðir Þórsara eftir síðustu leiktíð. Páll segir gott að halda góðum framherja.

Hann reiknar þá með því að Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórsara, verði klár í fyrsta leik og Jóhann Helgi Hannesson er búinn að jafna sig á höfuðhöggi frá síðasta sumri.

Palli var einnig spurður hvort að hann reiknaði með nýjum nöfnum í leikmannahóp Þórs fyrir tímabilið,

„Ég á ekki von á því. Það væri mjög óvænt ef það koma fleiri leikmenn fyrir tímabilið. Ég er með stóran og jafnan hóp, mikil samkeppni. Það verða einhverjir að bíta í það súra epli að vera jafnvel ekki í hóp."

Hann segir þá að Þórsarar muni spila alla sína heimaleiki á Þórsvelli. Hann bíður eftir að sólin láti sjá sig og þá muni völlurinn taka fljótt við sér.

Palli var í ítarlegu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net um mánaðamótin og má hlusta á það viðtal hér að neðan.

Komnir:
Aðalgeir Axelsson frá Tindastóli (var á láni)
Bergvin Jóhannsson frá Magna
Elvar Baldvinsson frá Völsungi
Guðni Sigþórsson frá Magna (var á láni)
Izaro Abella Sanchez frá Leikni F.
Kaelon Fox frá Völsungi
Nikola Kristinn Stojanovic frá Fjarðabyggð
Ólafur Aron Pétursson frá KA
Sveinn Óli Birgisson frá Magna

Farnir:
Alexander Ívan Bjarnason í Magna
Aron Elí Sævarsson í Val (var á láni)
Ágúst Þór Brynjarsson í Magna
Ármann Pétur Ævarsson hættur
Bjarki Baldursson í KF (á láni)
Dino Gavric til Króatíu
Jón Óskar Sigurðsson í KF (á láni)
Nacho Gil í Vestra
Rick Ten Voorde í Víking R. (var á láni)
Tómas Örn Arnarson í Magna (á láni)
Útvarpsþátturinn - Þórsarar og Magni Grenivík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner