Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. maí 2020 15:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þjóðhátíð er 10-15% af tekjum meistaraflokks karla hjá ÍBV
Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, í Miðjunni.
Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, í Miðjunni.
Mynd: ÍBV
Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, segir að tekjubrestur vegna Þjóðhátíðar muni hafa meiri áhrif á yngri flokka félagsins en meistaraflokka.

Óvíst er hvort Þjóðhátíð geti farið fram í ágúst vegna kórónaveirufaraldursins en hátíðin hefur verið stór þáttur í fjáröflunum ÍBV undanfarin ár.

„Fyrir meistaraflokk karla er Þjóðhátíð kannski á bilinu 10-15% af tekjunum. Það er ekki meira en það, þó að það sé auðvitað heilmikið" sagði Daníel í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu

„Ef það verður ekki hefðbundin Þjóðhátíð þá verður það miklu meira högg fyrir barna og unglingastarf félagsins. Það eru lág æfingafjöld hér og ef þú æfir annað þá máttu æfa bæði. Þetta snýr miklu frekar að krakkasporti heldur en meistaraflokkunum."

Daníel segir einnig vera til skoðunar að fresta Þjóðhátíð í ár þar til í september ef rýmri reglur verða komnar um samkomur um þá.

Í viðtalinu á laugardaginn fór Daníel yfir stöðuna hjá ÍBV fyrir 1. deildina í sumar. Viðtalið byrjar eftir tæplega 53 mínútur.
Boltahringborð - Sögulínur sumarsins í Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner