Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 18. maí 2020 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Einstefna er Bayer gekk frá Werder - Havertz skoraði 2
Mynd: Getty Images
Werder Bremen 1 - 4 Bayer Leverkusen
0-1 Kai Havertz ('28 )
1-1 Theodor Gebre Selassie ('30 )
1-2 Kai Havertz ('33 )
1-3 Mitchell Weiser ('61 )
1-4 Kerem Demirbay ('78 )

Bayer Leverkusen heimsótti í dag Werder í Bremen í lokaleik 26. umferðar þýsku Bundesliga.

Kai Havertz kom Bayer yfir á 28. mínútu og hann skoraði sitt annað mark á 33. mínútu. Í millitíðinni hafði Theodor Gebre Selassie skorað jöfnunarmark fyrir Werder.

Staðan var 1-2 í hálfleik og á 61. mínútu skoraði Mitchell Weiser þriðja mark Leverkusen. Öll þrjú mörk gestanna til þessa voru skoruð með skalla og tvö þeirra eftir fyrigjöf Moussa Diaby. Lokamark leiksins svo Kerem Demirbay eftir undirbúning Karim Bellarabi.

1-4 lokastaðan og Bayer fylgir fast á hæla RB Leipzig, Gladbach og Dortmund í baráttunni um 2. sætið í deildinni. Werder er áfram í fallsæti, fimm stigum frá umspilssætinu.



Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner