banner
   mán 18. maí 2020 20:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrvalsdeildarlið mega búast við heimsóknum á æfingar
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í dag var samþykkt að úrvalsdeildarliðin mættu hefja æfingar á morgun í smáum hópum.

Leikmenn verða að halda fjarlægð milli sín og eru snertingar ekki leyfðar. Það sé gert til að tryggja öryggi leikmanna.

Richard Garlick, yfirmaður knattspyrnumála hjá úrvalsdeildinni, segir að félögin verði undir eftirliti og geti fengið heimsóknir án þess að látið sé vita af þeim.

„Við viljum geta fylgst með því að þessum reglum sé fylgt. Okkar stefna er að hafa einn áhorfenda á hverju æfingasvæði. Það gæfi okkur aukna trú á að fyrirmælum verði fylgt."

„Félögin fá ekki fyrirvara um að við séum á leið í heimsókn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner