Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 18. maí 2020 08:30
Magnús Már Einarsson
Valsmenn tóku stuðhelgi út í sveit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn komust ekki í fyrirhugaða æfingaferð sína til Florida í Bandaríkjunum eftir að kórónaveirufaraldurinn skall á.

Leikmenn liðsins ákváðu hins vegar að skella sér saman í skemmtiferð um helgina til að stilla saman strengina fyrir tímabilið.

„Við komumst ekkert í æfingaferð frekar en nokkur önnur lið þannig að þá þurfti bara aðeins að hugsa út fyrir kassann. Þannig að við erum að fara núna í út í sveit í stuðhelgi; bara aðeins að losna frá þjálfurunum og hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, í viðtali við RÚV.

Valsmenn fóru meðal annars á vélsleða, skelltu sér í náttúrulaugar og fleira.

Valur mætir KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar laugardaginn 13. júní.

Svipmyndir úr ferðinni má sjá á vef RÚV
Athugasemdir
banner