þri 18. maí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Augnablik sumarsins til þessa"
Valsarar fagna með Hannesi og þakka honum fyrir
Valsarar fagna með Hannesi og þakka honum fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR lá á Val undir lok stórleiksins í gærkvöldi. Staðan var 2-3 fyrir Val og komið var fram í uppbótartíma. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, átti að gera betur í fyrsta marki KR en steig heldur betur upp undr lokin og varði skot Óskars Arnar Haukssonar og tryggði sínu liði þrjú stig.

„Það er svo rosalega stutt á milli. Þetta þróast úr því hvað Hannes hafi verið að gera í fyrsta markinu. Í staðinn þróast umræðan í að Valur vinnur þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið neitt spes og Hannes var geggjaður," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.

„Ég hélt að KR væri að setja flautumark þegar Hannes ver frá Óskari. Óskar tekur skotið og Hannes með rosalega vörslu. Um leið og Hannes ver þá flautar Pétur Guðmundsson leikinn af. Þetta er moment tímabilsins hingað til, þessi varsla hjá Hannesi. Hann var búinn að gera þessi mistök í fyrsta markinu og tekur síðan þessa vörslu og gerir það að verkum að Valur vinnur þennan leik," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Hann breyttist úr spýtukalli yfir í einhvern kött þarna, þessar tvær vörslur, ótrúlegt að þetta sé sami einstaklingur. Þetta er Hannes, þetta er það sem maður þekkir til hans, akkúrat þetta og þvílíkur gæi," sagði Gunnar Sigurðarson.

„Kiddi smellir boltanum fyrir, Flóki vinnur skallann á fjær og kemur honum aftur fyrir, boltinn dettur á Óskar sem setur boltann með hægri niður í hornið og Hannes með sturlaða vörslu! Þarna átti KR að jafna leikinn," skrifai Baldvin Már Borgarsson í textalýsingu frá leiknum.

Sjá einnig:
Hannes svaraði frábærlega - Bjargaði sigrinum
Lestu um leikinn: KR 2 - 3 Valur
Innkastið - Stóru málin í Pepsi Max með Gunna samloku
Athugasemdir
banner
banner
banner