Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. maí 2021 10:20
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - 12:00 Dregið í Mjólkurbikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 12:00 verður dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla og 16-liða úrslit kvenna. Drátturinn hefst kl. 12:00 en hann fer fram á Suðurlandsbraut. Fylgst verður með í beinni textalýsingu hér að neðan.

Í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla fara leikirnir fram dagana 22.-24. júní, en liðin í Pepsi Max deild karla koma nú inn í keppnina ásamt þeim 20 félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð.

Mjólkurbikar karla - Liðin í pottinum eru:

Pepsi Max deildin: Valur, FH, Breiðablik, Stjarnan, KR, Fylkir, Keflavík, Leiknir, ÍA, HK, KA, Víkingur
Lengjudeildin: Grindavík, ÍBV, Grótta, Fram, Víkingur Ó., Vestri, Þór, Afturelding, Fjölnir
2. deildin: Haukar, Leiknir Fásk, Njarðvík, KF, Völsungur, Kári, ÍR
3. deildin: Sindri, KFS, Augnablik
4. deildin: Úlfarnir.

Í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fara leikirnir fram 31. maí - 1. júní og bætast liðin í Pepsi Max deild kvenna við þau sex félög sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum.

Mjólkurbikar kvenna - Liðin í pottinum eru:
Pepsi Max deildin: Breiðablik, Valur, Selfoss, Fylkir, Stjarnan, Keflavík, Tindastóll, Þróttur R., Þór/KA, ÍBV
Lengjudeildin: KR, Afturelding, FH, Grindavík
2. deild kvenna: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F., Völsungur.
12:22
Þökkum fyrir samfylgdina í dag, sjáumst á vellinum!

Eyða Breyta
12:19
Þar með er drættinum lokið - Í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla fara leikirnir fram dagana 22.-24. júní.

Eyða Breyta
12:18
Karla: Afturelding - Vestri

Eyða Breyta
12:18
Karla: Þór Akureyri - Grindavík

Lengjuslagur fyrir norðan.

Eyða Breyta
12:17
Karla: Augnablik - Fjölnir

Eyða Breyta
12:17
Karla: Fylkir - Úlfarnir

4. deildarliðið á leið í Lautarferð.

Eyða Breyta
12:16
Karla: Víkingur R. - Sindri

3. deildarlið mætir ríkjandi bikarmeisturum.

Eyða Breyta
12:16
Karla: Stjarnan - KA

Þriðji Pepsi Max slagurinn.

Eyða Breyta
12:15
Karla: Keflavík - Breiðablik

Annar Pepsi Max slagur.

Eyða Breyta
12:14
Karla: Völsungur - Leiknir Fásk

Eyða Breyta
12:13
Karla: Valur - Leiknir R.

Liðin sem mætast einmitt á föstudaginn í Pepsi Max-deildinni.

Eyða Breyta
12:13
Karla: Kári - KR

Skagamenn mæta KR-ingum í Akraneshöllinni.

Eyða Breyta
12:12
Karla: KFS - Víkingur Ó.

Ólsarar á leið til Vestmannaeyja.

Eyða Breyta
12:12
Karla: ÍR - ÍBV

Eyða Breyta
12:11
Karla: HK - Grótta

Eyða Breyta
12:11
Karla: FH - Njarðvík

Bjarni Jó fer í Kaplakrika.

Eyða Breyta
12:10
Karla: KF - Haukar

Eyða Breyta
12:09
Karla: ÍA - Fram

Albert Hafsteinsson á heimleið.

Eyða Breyta
12:08
Þá er komið að því að draga í 32-liða úrslit í karlaflokki.

Eyða Breyta
12:07
Þar með er drættinum í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna lokið. Í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fara leikirnir fram 31. maí - 1. júní.

Eyða Breyta
12:07
Kvenna: Grindavík - Afturelding

Eyða Breyta
12:07
Kvenna: Breiðablik - Tindastóll

Eyða Breyta
12:06
Kvenna: Stjarnan - ÍBV

Eyða Breyta
12:06
Kvenna: Völsungur - Valur

Eyða Breyta
12:06
Kvenna: KR - Selfoss

Ríkjandi bikarmeistarar fara í Vesturbæinn.

Eyða Breyta
12:05
Kvenna: Fylkir - Keflavík

Eyða Breyta
12:04
Kvenna: FH - Þór/KA

Eyða Breyta
12:03
Kvenna: Fjarðabyggð/Höttur/LeiknirF - Þróttur R.

Eyða Breyta
12:03
Drátturinn er alveg opinn og byrjað er að draga í kvennaflokki.

Eyða Breyta
12:03


Birkir er búinn að koma sér fyrir ásamt landsliðsþjálfurunum.

Eyða Breyta
12:01
Jæja þá er athöfnin farin af stað! - Henry Birgir Gunnarsson og Þorkell Máni Pétursson eru kynnar í útsendingunni.

Eyða Breyta
11:58
Sverrir Mar í Ástríðunni segist vonast til að Íslandsmeistarar Vals og Kári frá Akranesi muni dragast saman. Bróðir hans, Arnór Smárason, gæti þar verið í eldlínunni en hann er á meiðslalistanum.

Talandi um Ástríðuna, hlaðvarpsþáttinn um neðri deildirnar. Það er nýr þáttur væntanlegur í dag!


Arnór Smárason

Eyða Breyta
11:48
Jæja, styttist í að byrjað verði að hræra í pottunum. Alveg ljóst að við erum að fara að fá einhverjar vel áhugaverðar viðureignir. Endilega takið þátt í umræðu um dráttinn á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet

Eyða Breyta
11:10
Þrennutilboð
Það eru tvö félög úr 2. deild kvenna í pottinum... eða í rauninni eru þau fjögur. Auk Völsungs er það samsuða að austan. Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar Egilsstöðum og Leiknis frá Fáskrúðsfirði.




Eyða Breyta
10:58
Rúmur klukkutími í þátt. Notaðu tímann í að hlusta á Innkastið ef þú átt það eftir!



Eyða Breyta
10:37
Munu Úlfarnir bíta frá sér?


Það er eitt lið úr 4. deild í pottinum, Úlfarnir. Liðið leikur heimaleiki sína í Safamýri enda með sterkar tengingar við Fram.

Þjálfari liðsins er hinn goðsagnakenndi Lárus Grétarsson sem hefur um margra ára skeið þjálfað í yngri flokkum með öflugum árangri. Úlfarnir lögðu Ísbjörninn og ÍH á leið sinni í 32-liða úrslitin.

Flest önnur lið í pottinum eru væntanlega með Úlfana sem óskamótherja. Á pappírnum slakasta liðið í 32-liða úrslitum og leika auk þess á höfuðborgarsvæðinu.

Eyða Breyta
10:31
Engir bikarmeistarar 2020


Vegna Covid-19 faraldursins tókst ekki að klára bikarkeppnirnar í fyrra. Því er Víkingur enn ríkjandi bikarmeistari í karlaflokki og Selfoss í kvennaflokki en þessi lið unnu úrslitaleikina á Laugardalsvelli 2019.

Nú er verið að dæla bóluefni í fólk og bjart yfir Þórólfi svo við höfum fulla trú á því að bikarinn fari á loft þetta árið!



Eyða Breyta
10:26
Birkir fær góða aðstoð!


Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ er bestur á Íslandi að draga. Hann er kallaður hinn íslenski Giorgio Marchetti og hefur um margra ára skeið séð um að hræra í kúlunum í bikarkeppni KSÍ.

Hann er með öfluga aðstoðarmenn með sér í drættinum í dag. Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins aðstoða Birki við dráttinn.

Drátturinn hefst kl. 12:00 eins og áður segir og fer fram í stúdíói hjá Stöð 2 Sport á Suðurlandsbrautinni.

Eyða Breyta
10:22
Góðan og gleðilegan daginn og verið hjartanlega velkomin með okkur í textalýsingu frá drættinum í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla og 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna.

Athöfnin fer fram á Suðurlandsbrautinni, í Vodafone-höllinni frægu og hefst á slaginu 12:00. Fróðlegt verður að sjá hvort við séum ekki að fara að fá safaríkar viðureignir!

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner