Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. maí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benzema aftur í hópnum eftir sex ára útlegð?
Mynd: Getty Images
Talsverðar líkur eru á því að Karim Benzema muni snúa til baka í franska landsliðshópinn á EM í sumar eftir sex ára útlegð. Hans síðustu landsleiki spilaði hann árið 2015.

Kynlífsmyndband er ástæðan fyrir fjarveru Benzema. Mál Benzema og Mathieu Valbuena, fyrrum landsliðsfélaga, má rekja til ársins 2015 en Benzema átti þá að hafa kúgað Valbuena vegna kynlífsmyndbands.

Í kjölfarið var Benzema rekinn úr landsliðinu og hefur hann ekki verið valinn síðan. Sama á við um Valbuena. Dæmt verður í málinu í október á þessu ári.

Franskir miðlar greina frá því í morgun að Didier Deschamps muni velja Benzema í 26-manna lokahóp fyrir EM.

Benzema hefur skorað 27 mörk í 81 landsleik. Hópurinn verður tilkynntur á næstunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner