Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. maí 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni enn skráður í ÍBV - Eyjamenn sagðir hafa heyrt í honum
Lengjudeildin
Bjarni í leik með ÍBV í fyrra.
Bjarni í leik með ÍBV í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson er enn án félags ekki útlit fyrir því að hann spili fótbolta í sumar.

Bjarni Ólafur er 38 ára gamall og hefur lengst af spilað með Val á ferli sínum. Hann var í ÍBV síðasta sumar en yfirgaf félagið eftir að síðasta tímabil kláraðist.

Hann spilaði æfingaleik með Grindavík í vetur en það varð ekki meira úr því.

ÍBV hefur ekki farið vel af stað í sumar og tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Lengjudeildinni. Það kom fram í Innkastinu á dögunum að ÍBV hefði rætt við Bjarna Ólaf um að spila með liðinu í sumar.

„Ég heyrði sögur um að þau hefðu hringt í Bjarna Ólaf Eiríksson," sagði Elvar Geir Magnússon. „Hvort hann væri klár að taka fram skóna aftur. Hann er skráður í ÍBV."

„Hann spilar í sumar, eigum við ekki að segja það?" sagði Ingólfur Sigurðsson en Gunnar Birgisson er ekki sammála því.

Næsti leikur ÍBV er gegn Aftureldingu á föstudag.
Innkastið - Stemningstækling sem fór úrskeiðis
Athugasemdir
banner
banner