Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. maí 2021 09:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cantona sá þriðji inn í frægðarhöllina - „Kemur mér ekki á óvart"
Cantona við hlið Guðna forseta.
Cantona við hlið Guðna forseta.
Mynd: Forseti.is
Mynd: Getty Images
Þeir Thierry Henry og Alan Shearer voru í apríl fyrstir vígðir inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar. Í morgun var tilkynnt um þriðja meðliminn inn í höllina og var það Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United og Leeds, sem var sá þriðji inn.

Cantona vann deildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Man Utd áður en hann hætti árið 1997. Frakkinn skoraði 70 mörk í 156 leikjum fyrir félagið.

„Ég er mjög glaður og mjög stoltur og á sama tíma þá kemur þetta mér ekki á óvart!" segir Cantona.

„Það var auðvitað draumur að spila á Englandi. Það er draumur allra að spila í úrvalsdeildinni. Ég var heppinn að spila í þessu liði Manchester United með stórkostlegum leikmönnum, vera með yndislegan stjóra og með yndislega stuðningsmenn á bakvið okkur."

Það er stutt í að næsti leikmaður verður vígður inn, þrír leikmenn í viðbót verða vígðir inn á næstu tveimur dögum.

Þeir sem koma til greina:
Tony Adams, David Beckham, Dennis Bergkamp, Sol Campbell, Andrew Cole, Ashley Cole, Didier Drogba, Les Ferdinand, Rio Ferdinand, Robbie Fowler, Steven Gerrard, Roy Keane, Frank Lampard, Matt Le Tissier, Michael Owen, Peter Schmeichel, Paul Scholes, John Terry, Robin van Persie, Nemanja Vidic, Patrick Viera, Ian Wright.


Athugasemdir
banner
banner