Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. maí 2021 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps: Mun ekki greina frá því sem fór á milli mín og Benzema
Didier Deschamps valdi Karim Benzema aftur í landsliðið
Didier Deschamps valdi Karim Benzema aftur í landsliðið
Mynd: EPA
Það er ekkert vesen á Giroud og Benzema
Það er ekkert vesen á Giroud og Benzema
Mynd: EPA
Didier Deschamps tilkynnti 26-manna landsliðshóp franska landsliðsins í dag en hann svaraði spurningum frá fjölmiðlum en valið á Karim Benzema var helst til umræðu.

Benzema er mættur aftur í hópinn eftir sex ára fjarveru eða frá því hann reyndi að kúga Mathieu Valbuena sem var með honum í landsliðinu á þeim tíma.

Franski framherjinn var milliliður í þessu máli. Benzema og vinir hans höfðu í höndunum kynlífsmyndband af Valbuena og reyndu að kúga úr honum pening.

Þetta mál er enn í ferli og verður tekið fyrir síðar á þessu ári en Benzema var rekinn úr landsliðinu. Deschamps og Noel Le Groet, forseti franska knattspyrnusambandsins, voru búnir að útiloka endurkomu Benzema mörgum sinnum eða alveg þangað til hópurinn var valinn í dag.

„Þessi ákvörðun var formlega ákveðin í dag en hún hefur verið í hausnum á mér í einhvern tíma. Ég mun ekki greina sérstaklega frá því hvað fór á milli mín og Benzema," sagði Deschamps.

„Ég þurfti á þessu spjalli að halda og hann líka. Ég vil ekki gera þetta að einhverju sérstöku máli. Ég, sem þjálfari landsliðsins, verð að leggja persónuleg málefni til hliðar og skoða aðrar hliðar. Mín ábyrgð er mikilvæg en þetta er stærra en ég."

„Ég og Benzema áttum langt samtal og svo hugsaði ég málið og komst að þessari niðurstöðu,"
sagði hann ennfremur.

Benzema mun berjast við Olivier Giroud um stöðuna í fremstu víglínu en ekkert langt síðan Benzema skaut á Giroud. Þar sagði hann að Giroud væri go-kart bíll á meðan hann væri Formúlu 1 bíll.

Það verður þó ekkert vesen á þeim.

„Þeir hafa spilað saman áður og verða ekki fyrir hvorum öðrum en raunveruleikinn er sá að Giroud hefur verið í erfiðri stöðu hjá Chelsea síðan í febrúar. Það er staðreynd," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner