þri 18. maí 2021 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Ederson vann gullhanskann annað árið í röð
Ederson er nú búinn að vinna gullhanskann tvö ár í röð
Ederson er nú búinn að vinna gullhanskann tvö ár í röð
Mynd: Premier League
Brasilíski markvörðurinn Ederson vann í kvöld gullhanskann annað tímabilið í röð en hann hefur haldið átján sinnum hreinu á þessari leiktíð.

Manchester City varð Englandsmeistari á dögunum en Ederson hefur verið mikilvægur í rammanum hjá liðinu síðustu fjögur árin.

Hann var búinn að halda átján sinnum hreinu fyrir leikina í kvöld en hann fékk á sig mark í byrjun síðari hálfleiks.

Það hafði þó ekki áhrif á baráttu hans um gullhanskann því Edouard Mendy, sem var búinn að halda hreinu í sextán leikjum á tímabilinu, fékk á sig mark í 2-1 sigrinum á Leicester.

Hann á því ekki möguleika á að ná Ederson sem vinnur gullhanskann annað árið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner