Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. maí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki sami Hilmar Árni og maður á að þekkja"
Mikill markaskorari
Mikill markaskorari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markinu gegn Víkingi fagnað.
Markinu gegn Víkingi fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson hefur verið einn allra besti leikmaður efstu deildar undanfarin fimm tímabil með Stjörnunni. Hann náði tveggja stafa tölu í markafjölda tímabilin 2013 og 2014 með uppeldisélaginu Leikni Reykjavík í næstefstu deild og skoraði svo fjögur mörk 2015 með liðinu í efstu deild.

Leiknir félll sumarið 2015 og samdi Hilmar í Garðabænum. Tímaiblið 2016 skoraði hann sjö mörk, 2017 skoraði hann tíu mörk, 2018 skoraði hann sextán mörk, 2019 skoraði hann þrettán mörk og í fyrra skoraði hann sjö mörk.

Stjarnan hefur verið mjög hikstandi sóknarlega í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar og einungis skorað tvö mörk. Hilmar skoraði annað þeirra og lagði hitt upp.

Hann var til umræðu í Innkastinu í gær þegar umferðin var gerð upp. Stjarnan mætti ÍA á Akranesi í gærkvöldi.

„Hilmar Árni klikkar á dauðafæri í leiknum. Hann er ekki að finna sig," sagði Gunnar Birgisson.

„Mark og stoðsending í síðasta leik samt, gleymum því ekki," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Já, þetta er einhvern veginn ekki sami Hilmar Árni og maður á að þekkja," sagði Gunni Birgis.

„Kannski er það að það er ekki kveikt á mönnum í kringum hann," sagði Elvar.

„Það er bara 100% það," sagði Gunni Birgis.

Stjarnan er með tvö stig í 10. sæti deildarinnar. Umræða um leik ÍA og Stjörnunnar hefst á 17. mínútu í spilaranum hér fyrir neðan. Stjarnan mætir Breiðabliki næsta föstudag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 - 0 Stjarnan
Innkastið - Stóru málin í Pepsi Max með Gunna samloku
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner