Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. maí 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fengu fimmtán gul spjöld í fyrstu þremur en ekkert í gær
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hafði fengið fimm gul spjöld að meðaltali í leik í fyrstu þremur umferðum Pepsi Max-deildarinnar. Fimmtán gul hafði liðið fengið fyrir leikinn gegn Stjörnunni í gær en liðið kláraði leikinn í gær án þess að fá spjald.

Í fyrstu umferð gegn Val fékk liðið sex gul spjöld. Ísak Snær Þorvaldsson fékk tvö af þeim og þar með rautt. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari liðsins, var einn af þeim sem fékk gult spjald í þeim leik.

Liðið fékk þrjú gul spjöld gegn Víkingi í annarri umferð en svo aftur sex gegn FH í þriðju umferð. Í þeim leik fékk Hákon Ingi Jónsson tvö gul spjöld og þar með rautt.

Þetta vakti athygli Gunnars Sigurðssonar þegar hann leit á leikskýrsluna gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Hann kom inn á þennan punkt í Innkastinu eftir leiki gærkvöldsins. Þáttinn má hlusta á hér að neðan.

„Ég renndi yfir skýrsluna og sé að það er ekki eitt gult spjald á Skagamenn. Skagamaðurinn er búinn að vera trylltur í upphafi móts og missa haus hvað eftir annað. Hann ætlaði sér að fara inn í þetta mót á einhverju skapi, tæklingum og rugli, að taka eitthvað crazy-gang á þetta. Það hefur ekki alveg virkað. Það er búið að banka í borðið og segja mönnum að það þurfi að sýna stillingu," sagði Gunnar.

Lestu um leikinn: ÍA 0 - 0 Stjarnan

Næsti leikur ÍA, sem er með tvö stig eftir fjórar umferðir, er gegn HK á föstudaginn.
Innkastið - Stóru málin í Pepsi Max með Gunna samloku
Athugasemdir
banner
banner
banner