Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. maí 2021 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes fann ekki fyrir boltanum - „Mér er eiginlega alveg sama"
Bruno Fernandes fann ekki fyrir boltanum
Bruno Fernandes fann ekki fyrir boltanum
Mynd: EPA
Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes er nokkuð viss um að hann hafi ekki snert boltann í marki Edinson Cavani gegn Fulham í kvöld.

Cavani skoraði mark United á 15. mínútu. David De Gea átti langa sendingu fram völlinn og fór boltinn að Fernandes sem virtist í fyrstu ná að framlengja hann áfram á Cavani.

Þegar endursýningin er skoðuð er nokkuð klárt að Cavani er rangstæður þegar De Gea sendir boltann fram og þá er útlit fyrir að Fernandes hafi ekki snert boltann en miðjumaðurinn er nokkuð viss um að hann hafi ekki komið við hann.

VAR skoðaði atvikið og taldi að Fernandes hafi átt stoðsendinguna og því komið við boltann.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá fann ég ekki fyrir boltanum en dómarinn sagði að ég hafi snert hann. Svona er þetta og mér er eiginlega alveg sama. Eins og ég segi alltaf þá er mikilvægasta markið það sem endar í netinu. Það skiptir ekki máli hver skorar eða leggur það upp," sagði Fernandes.


Athugasemdir
banner
banner