þri 18. maí 2021 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola og Solskjær neituðu að tjá sig um Kane
Ole Gunnar Solskjær vill fá framherja í sumar. Verður það Harry Kane?
Ole Gunnar Solskjær vill fá framherja í sumar. Verður það Harry Kane?
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola, knattspyrnustjórar Manchester-liðanna, neituðu að tjá sig um Harry Kane, framherja Tottenham, eftir leikina í kvöld.

Kane hefur tjáð Tottenham að hann ætli sér að yfirgefa félagið í sumar en hann er án ef einn besti leikmaður deildarinnar og hefur verið síðustu ár.

Man Utd, Man City, Chelsea, Barcelona og Real Madrid hafa öll haft augu á Kane síðustu árin en Solskjær og Guardiola voru spurður út í áhuga þeirra á Kane.

„Ég get ekki útiloka að við munum reyna að fá framherja í sumar. Cavani framlengdi við okkur en hvað höfum við haft marga góða framherja hjá þessu félagi. Ég get ekki útilokað að við ætlum okkur að fá framherja inn því við erum að reyna að bæta hópinn," sagði Solskjær en þegar hann var spurður út í Kane varð hann hljóðlátur.

„Ég get ekki talað um leikmenn sem spila fyrir önnur lið eða það sem hefur verið sagt í fjölmiðlum. Ég vil sýna Tottenham þá virðingu sem félagið á skilið og ekki talað um leikmenn á þeirra vegum."

Pep Guardiola tók undir orð Solskjær eftir 3-2 tap Man City gegn Brighton.

„Næsta spurning, takk. Hann er leikmaður Tottenham Hotspur," sagði Guardiola sem var fljótur að slökkva í umræðunni.
Athugasemdir
banner
banner