Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. maí 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Mæta Írlandi tvívegis á Laugardalsvelli í júní
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins.
Mynd: Getty Images
Kvennalandsliðið mætir Írlandi í tveimur vináttuleikjum í júní og fara þeir báðir fram á Laugardalsvelli. Fyrri leikurinn fer fram 11. júní og sá síðari 15. júní.

Leikirnir verða með síðustu vináttuleikjum liðsins fyrir upphaf undankeppni HM 2023. Ísland er þar í riðli með Hollandi, Tékklandi, Hvíta Rússlandi og Kýpur, en stelpurnar mæta Hollandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni 21. september á Laugardalsvelli.

Ísland og Írland hafa mæst fimm sinnum í gegnum tíðina. Ísland hefur unnið tvo leiki og þrír hafa endað með jafntefli. Ísland og Írland mættust síðast 8. júní 2017 og fór leikurinn fram á Írlandi, en um vináttuleik var að ræða.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Liðin mættust einnig í umspili undankeppni EM 2009, en þar hafði Ísland betur 4-1 samanlagt.
Athugasemdir
banner
banner
banner