Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 18. maí 2021 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers: Frábært tímabil þó við náum ekki Meistaradeildarsæti
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, segir að þetta tímabil hafi verið frábært hjá liðinu hvort sem því tekst að ná Meistaradeildarsæti eða ekki.

Chelsea er komið upp fyrir Leicester í þriðja sæti deildarinnar eftir að liðið vann 2-1 sigur í kvöld en þetta þýðir að Liverpool á möguleika að komast upp fyrir Leicester á morgun er liðið heimsækir Burnley.

Leicester á þá erfiðan leik gegn Tottenham Hotspur í lokaumferðinni og ljóst að möguleiki Leicester á að komast í Meistaradeildina er afar hæpinn.

„Þetta var baráttuleikur. Við erum augljóslega vonsviknir með að fá þessi mörk á okkur. Við fengum á okkur óþarfa marki eftir horn og náðum ekki að dekka menn nógu vel en þetta víti var líka mjög strangur dómur. Við munum læra af þessu," sagði Rodgers.

Stuðningsmenn mættur aftur á völlinn eftir rúmlega fjögurra mánaða fjarveru og var Rodgers ánægður með andrúmsloftið.

„Þetta var frábært andrúmsloft. Það er geggjað að fá stuðningsmennina aftur. Leikmennirnir gáfu sig alla fram og ég er svo stoltur af þeim. Við vorum að spila gegn toppliði með topp leikmenn. Við munum núna jafna okkur og undirbúa okkur fyrir helgina."

Leicester er í fjórða sætinu með 66 stig en Liverpool er í fimmta sætinu með 63 stig. Liverpool mætir Burnley á Turf Moor á morgun og getur komist upp fyrir Leicester með sigri.

„Liverpool á tvo leiki eftir og Chelsea á erfiðan útileik gegn Aston Villa um helgina. Ég hef alltaf sagt að við verðum að einbeita okkur að því sem við gerum. Við erum enn meðal fjögurra efstu og eigum einn leik eftir. Ef við vinnum hann og það er ekki nóg þá verðum við að taka því. Þetta hefur samt verið frábært tímabil."

„Það væru vonbrigði að missa af Meistaradeildarsæti en þetta eru tvær ólíkar sögur. Ef við náum ekki sætinu eftir 38 leiki, sem lið með áttunda stærsta fjármagnið, þá þýðir það að við börðumst og rétt misstum af sætinu. Það eru enn stig í pottinum og við erum klárir í það,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner