Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 18. maí 2021 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Rúmenía: Rúnar Már meistari með CFR Cluj
Rúnar Már er rúmenskur meistari með Cluj
Rúnar Már er rúmenskur meistari með Cluj
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson varð í kvöld rúmenskur deildarmeistari með CFR Cluj eftir að liðið vann Botosani 1-0. Þetta er sjöundi deildartitill liðsins.

Rúnar Már var í byrjunarliði Cluj gegn Botosani í kvöld en sigurmarkið kom á 53. mínútu. Andrei Burca gerði markið en Rúnar Már fór af velli þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Úrslitin þýða það að Cluj vinnur deildina fjórða árið í röð en Rúnar gekk í raðir félasins frá Astana í febrúar.

Rúnar varð bikarmeistari með liðinu um miðjan apríl og fagnaði svo deildarmeistaratitlinum í kvöld.

Hann hefur spilað tólf leiki, skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í rúmensku deildinni á þessu tímabili en liðið mætir Steaua Búkarest í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner