þri 18. maí 2021 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Sjáðu: Vall stálheppinn að fá ekki á sig víti og rautt í gær
Trúa því ekki að þeir fengu ekki víti
Trúa því ekki að þeir fengu ekki víti
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net heyrði í Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, í dag og var hann spurður hvort hann sæi eitthvað núna, daginn eftir tapið gegn Val, sem hann sá ekki á meðan leik stóð í gær.

Viðtalið við hann eftir leikinn í gær má sjá hér neðst í fréttinni.

„Nei svo sem ekki, eins og ég sagði í gær þá er maður alltaf ósáttur við að tapa. Þú getur verið ofboðslega fúll ef þú tapar þegar þú ert lélegur og leggur þig ekki í fram."

„En í gær erum við að spila leik á móti liðið sem margir reikna með að veða Íslandsmeistari og mér fannst við alls ekki eiga skilið að tapa þessum leik miðað við færi og hvernig hann spilaðist,"
sagði Rúnar.

„Valsmenn eiga kafla í upphafi seinni hálfleiks og náðu þessu mark undir lok fyrri hálfleiks. Annars erum við með yfirhöndina finnst mér. Það er bara ekki spurt að því, það er spurt að því hverjir vinna."

„Við eigum að fá vítaspyrnu og hugsanlega rautt spjald á varnarmann Vals þegar hann rífur í peysuna á Stefáni Árna í marktækifæri. Hvort sem það er gult eða rautt veit ég ekki. Ef hann er ekki að reyna við boltann og rænir marktækifæri inn á vítateig þá skilst mér að það sé rautt spjald."

„Þetta er atriði sem skiptir auðvitað máli, ég sá þetta ekki í leiknum en leikmennirnir sáu þetta allir. Dómararnir virðast ekki hafa séð þetta og það er ekkert hægt að gera neitt við því. Þetta er svekkjandi og svona atriði koma upp. Við fengum tækifæri, skallinn frá Stefáni og varslan hjá Hannesi frá Óskari í restina."

„Við sköpuðum nóg af færum en gerðum líka mistök sem ollu því að við fáum á okkur þetta þriðja mark. Hin mörkin eru bara happening sem gerast, fallegt mark og gott skot hjá Hauki."


Það var Johannes Vall sem greip í treyju Stefáns Árna Geirssonar í þann mund sem Stefán ætlaði að skjóta af stuttu færi. Það atvik sást greinilega á upptöku. Atvikið má sjá hér að neðan í spilaranum.

„Hann togar í peysuna og Stefán kemst ekki í boltann þegar hann ætlar að sparka boltanum í markið. Klár vítaspyrna en ég leyfi öðrum að dæma hvort þetta sé gult eða rautt."

„Það þýðir ekki að vera grenja þetta samt, leikmenn og dómarar gera sitt besta. Maður treystir dómurunum fyrir þessu, hann dæmdi þennan leik fínt, erfiður leikur að dæma. Auðvitað er þetta sárt eftir á en við megum ekki dvelja við þetta,"
sagði Rúnar.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað á 62. mínútu leiksins og endaði með tilraun Stefáns framhjá markinu. Rætt var um leik KR og Vals í upphafi Innkastsins sem má hlusta á hér að neðan.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu og skýrslu eftir leik


Rúnar Kristins: Þeir áttu ekki skot á markið okkar í fyrri hálfleik
Innkastið - Stóru málin í Pepsi Max með Gunna samloku
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner