Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. maí 2021 14:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
Tekur Heimir við Servette í Sviss?
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Orðrómur er í gangi um að Heimir Hallgrímsson gæti tekið við Servette FC í Sviss. Þessu greinir Hörður Snævar Jónsson á 433.is frá í dag.

Servette er í borginni Genf og er í svissnesku ofurdeildinni, efstu deild. Félagið er sögufrægt og hefur sautján sinnum orðið svissneskur meistari.

Servette mun enda tímabilið í 3. sæti í deildinni í ár. Alain Geiger er núverandi stjóri félagsins en hann er fyrrum landsliðsmaður Sviss og lék á sínum tíma 112 landsleiki.

Heimir er 53 ára gamall og er hættur sem aðalþjálfari Al Arabi í Katar. Hann vann þar með þá Frey Alexandersson og Bjarka Má Ólafsson sér til aðstoðar.

Sjá einnig:
Hvert verður næsta skref Heimis?


Athugasemdir
banner
banner
banner