Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ter Stegen ekki á leið á Evrópumótið
Mynd: Getty Images
Marc-Andre ter Stegen verður ekki í leikmannahópi Þýskalands á Evrópumótinu í sumar.

Hinn 29 ára gamli Ter Stegen þarf að fara í aðgerð á hné og verður þess vegna ekki á meðal þriggja markvarða í þýska landsliðshópnum.

Ter Stegen er einn besti markvörður í heimi en Þýskalands þarf alls ekki að hafa áhyggjur þrátt fyrir að vera án hans. Manuel Neuer, fyrirliði Bayern München, verður í markinu.

„Í fyrsta sinn í mörg ár verð ég aðdáandi heima í stofu. Ég vona að við vinnum þetta," sagði Ter Stegen.

Þýskaland er í dauðariðlinum á EM með Frakklandi, Portúgal og Ungverjalandi. Liðið hefur leik gegn Frakklandi 15. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner