þri 18. maí 2021 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toppslagur á föstudag - Haddi stórefar að leikið verði á Greifavelli
Mynd af Greifavelli fyrir viku síðan.
Mynd af Greifavelli fyrir viku síðan.
Mynd: Úr hópnum Dr. Football Leikmenn á Facebook
Gervigrasið á Dalvík
Gervigrasið á Dalvík
Mynd: Jóhann Már Kristinsson
Leikur KA og Víkings mun fara fram á Greifavellinum miðað við heimasíðu knattspyrnusambandsins. Þar stendur að leikurinn hefjist klukkan 18:00 á Greifavellinum en miklar líkur eru á því að það breytist.

Greifavöllurinn hefur ekki alveg fengið það veður sem hann þarf til að verð klár í maí, kalt hefur verið í veðri norðan heiða og hæpið að segja að völlurinn sé tilbúinn fyrir knattspyrnuleiki.

Þeir Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, og Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði liðsins, voru spurðir út í völlinn í toppslaginn sem framundan er og völlinn.

Sjá einnig:
Tveir mánuðir í að Greifavöllur verði klár? Dalvíkurvöllur hentar betur (13. maí)

Toppslagur á Dalvíkurvelli?
„Hvar verður sá leikur spilaður. Á ksi.is er hann ennþá skráður á Greifavöllinn, er það ekki óskhyggja?" spurði Sverrir Örn Einarsson fréttaritari Fótbolti.net.

„Jú, ég svo sem ræð því ekki og veit það ekki. En ég stórefa að það verði spilað á Greifavelli á næstunni," sagði Haddi.

Þannig Íslendingar fá að sjá toppslag á Dalvík um næstu helgi?

„Já, það er bara hörkuleikur. Víkingarnir líta mjög vel út en það gekk síðast vel á Dalvík þannig að ég held að það sé bara fín niðurstaða að við förum þangað og spilum góðan leik," sagði Haddi.

„Ég er mjög spenntur. Það er gott að fá þennan leik núna og mæta þeim á alvöru velli. Greifavöllurinn er samt heimavöllurinn okkar og hann hefur verið að gefa okkur mikið af stigum undanfarin ár þannig að við verðum að virða hann líka," sagði Ásgeir.

„Mæta þeim á Dalvíkurvelli í staðinn fyrir því sem ég verð bara að kalla kartöflugarðurinn á Greifavelli" skaut Sverrir inn í.

„Já, það er samt heimavöllurinn okkar og hann hefur gefið okkur mikið af stigum undanfarin ár þannig við verðum að virða hann líka," sagði Ásgeir.
Haddi: Sýnist við bara vera búnir að skapa lið fyrir norðan
Ásgeir: Einhver ára yfir þessu hjá okkur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner