Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 18. maí 2021 13:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valsarar mætt kaldir í leiki - „Þurfa ekki að vera spes til að vinna leiki"
Marki fagnað í gær
Marki fagnað í gær
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigri fagnað
Sigri fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Valur vann í gær 2-3 útisigur gegn KR í stórleik gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni. KR komst í 1-0 en undir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu Íslandsmeistararnir leikinn og skoruðu svo tvö mörk tiltölulega snemma í seinni hálfleik. KR náði að minnka muninn en tókst ekki að jafna.

Valur er með tíu stig líkt og þrjú önnur lið í deildinni eftir fjórar umferðir. Liðið hefur ekki verið í þvi að byrja leikina neitt sérstaklega vel til þessa á leiktíðinni.

Valur var í vandræðum í fyrri hálfleik gegn ÍA í fyrstu umferð, var verra liðið á vellinum gegn FH þar til Haukur Páll Sigurðsson fékk rauða spjaldið, lenti undir gegn HK á heimavelli og langstærsti hluti fyrri hálfleiksins í gær var eign KR. Þetta var til umræðu í Innkastinu í gær, hlusta má á þáttinn í spilaranum neðst.

„Mér finnst það ekki eins og þetta sé einhver nýlunda (að þeir byrji illa). Þeir hafa hægt og bítandi komið inn í leikina en eins og þeir séu alltaf kaldir inn," sagði Gunnar Sigurðarson.

„Nei, þeir hafa ekki verið sprækir á fyrstu mínútunum. Það sást sérstaklega á móti ÍA, sama gegn FH - þar breytist leikurinn Val í vil við rauða spjaldið. Svo var það leikurinn gegn HK, þar voru þeir eiginlega ekkert spes," sagði Gunnar Birgisson.

„Þeir þurfa ekkert að vera spes til að vinna fótboltaleiki," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það er málið, virkilega vel gert hjá þeim að ná þessu marki rétt fyrir hálfleik," sagði Gunni Birgis.

„Ég held við getum verið sáttir við þessu þrjú stig, KR-ingarnir voru mjög öflugir í fyrri hálfleik og töluvert betri en við í 35 mínútur, unnu öll návígi, seinni bolta og við náðum ekki að loka á fyrirgjafirnar þeirra," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, í viðtali eftir leik.

Sebastian Hedlund skoraði undir lok hálfleiks. „Þetta mark gaf okkur trú inn í seinni hálfleikinn og við mættum í seinni hálfleikinn. Við náttúrulega mættum ekki í leikinn þegar Pétur flautaði leikinn á," sagði Heimir ákveðinn.

Lestu um leikinn: KR 2 - 3 Valur
Heimir Guðjóns: Markið kostaði mig 25 þúsund kall
Innkastið - Stóru málin í Pepsi Max með Gunna samloku
Athugasemdir
banner
banner
banner