Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. maí 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Walcott yfirgefur Everton og semur við uppeldisfélagið
Mynd: Getty Images
Theo Walcott verður leikmaður Southampton næstu tvö árin. Félagið og leikmaðurinn hafa náð samkomulagi um tveggja ára samning.

Walcott hefur verið á láni frá Everton hjá Dýrlingunum í vetur en samningur hans við Everton rennur út í sumar og er honum því frjálst að halda annað.

Walcott er uppalinn hjá Southampton en hélt ungur að árum til Arsenal. Hann er 32 ára vængmaður sem lék sína fyrstu leiki tímabilið 2005/06.

Eftir það tímabil hélt hann til London og var þar í tólf ár hjá Arsenal. Árið 2018 fór hann til Liverpoolborgar og samdi við Everton en heldur nú heim til Southampton.

Walcott hefur skorað 82 úrvalsdeildarmörk á ferlinum og á að baki 47 landsleiki með Englandi. Í vetur hefur hann skorað þrjú mörk í tuttugu deildarleikjum.

Samkomulagið er munnlegt en hann verður tilkynntur opinberlega sem leikmaður Southampton eftir tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner