Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Búið að njósna vel um Nígeríu - Roland sá Króatíu leikinn
Icelandair
Roland Anderson og Freyr Alexandersson ræða málin.
Roland Anderson og Freyr Alexandersson ræða málin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roland Anderson, njósnari íslenska landsliðsins, var mættur á leik Nígeríu og Króatíu á laugardaginn. Roland kortlagði þar nígeríska liðið fyrir leikinn gegn Íslandi á föstudaginn.

Roland mætti einnig á vináttuleik Nígeríu og Englendinga á Wembley í byrjun mánaðarins. Roland var aðstoðarþjálfari Nígeríu þegar Lars Lagerback stýrði liðinu árið 2010 og hann hefur því reynslu af fótboltanum þar í landi.

Davíð Snorri Jónasson hefur einnig unnið að því að kortleggja Nígeríumenn en hann sá Nigeríu tapa 1-0 gegn Austurriki í vináttuleik í Tékklandi fyrr í mánuðinum. Roland og Davíð hafa báðir mætt á marga leiki til að fylgjast með liðinu.

Auk þeirra er Freyr Alexandersson leikgreinandi hjá íslenska liðinu. Þrír leikgreinendur hafa því kynnt sér nígeríska liðið mjög vel en þeir koma upplýsingum um nígeríska liðið áfram á Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara og leikmenn.

Nígeríumenn töpuðu 2-0 gegn Króatíu á laugardag en þeir hafa átt í miklum vandræðum með að verjast föstum leikatriðum í síðustu leikjum.

Sjá einnig:
Roland í 5. skipti á HM - 100% viss á að Ísland geti farið áfram
Freysi líflegur í fréttamannastúkunni - Þjálfarateymið nýtir sér tæknina
Þjálfari Nígeríu gagnrýndur - Þriggja manna vörn gegn Íslandi?
Athugasemdir
banner
banner