Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 18. júní 2018 22:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamann: Ísland gefur þér ekki frið í eina sekúndu
Icelandair
Didi Hamann reynir hér að tækla Andriy Shevchenko í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Didi Hamann reynir hér að tækla Andriy Shevchenko í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Didi Hamann, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og fyrrum leikmaður Liverpool, er virkilega hrifinn af íslenska landsliðinu.

Hamann er að vinna sem sérfræðingur hjá RTE Sport í kringum HM og hann hrósaði þar Íslandi áður en leikurinn við Argentínu hófst á laugardag. Leikurinn endaði 1-1.

„Þegar þú ert með leikmenn sem eru ekki eins góðir tæknilega og leikmennirnir í hinu liðinu þá verður að bæta fyrir það og þeir gera það með því að hlaupa meira en andstæðingurinn og spila á líkamlegum styrk," sagði Hamann. „Leikmenn Íslands gefa þér ekki frið í eina sekúndu."

„Það voru allir hrifnir af því sem þeir gerðu á EM. Fólk hélt að þetta væri eitthvað sem myndi bara gerast einu sinni, en þeir hafa sannað að svo sé ekki."

Næsti leikur Íslands er við Nígeríu á föstudaginn og vonandi heldur veislan áfram þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner