mán 18. júní 2018 09:57
Ívan Guðjón Baldursson
Króatískt slúðurblað segir Kalinic rekinn af HM
Mynd: Getty Images
Króatíska slúðurblaðið 24 Sata heldur því fram að Heimsmeistaramót Nikola Kalinic sé búið.

Kalinic er sóknarmaður Króatíu og er hann sagður hafa verið sendur heim eftir að hafa neitað að koma inná völlinn í 2-0 sigri gegn Nígeríu.

Fregnirnar hafa ekki verið staðfestar en það er fréttamannafundur hjá króatíska landsliðinu í dag.

Kalinic átti að koma inn þegar fimm mínútur voru eftir gegn Nígeríu en neitaði að koma inná því honum leið ekki nógu vel í bakinu. Marko Pjaca fór inná í staðinn.

Kalinic er sóknarmaður AC Milan og hefur gert 15 mörk í 41 landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner