mán 18. júní 2018 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tite: Markið átti ekki að standa
Mynd: Getty Images
Tite, landsliðsþjálfaari Brasilíu, er ósáttur með dómgæsluna í viðureign Brasilíu og Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli í gær.

Philippe Coutinho kom Brasilíu yfir með glæsilegu marki í fyrri hálfleik og jafnaði Steven Zuber með skallamarki eftir hornspyrnu.

Zuber stjakaði augljóslega við Miranda, sem virtist nóg til að koma honum úr stöðu, áður en hann skoraði. Dómarateymi leiksins skoðaði atvikið en taldi snertinguna ekki nægilega til að dæma aukaspyrnu.

Þá vildu Brassar fá vítaspyrnu þegar Manuel Akanji virtist brjóta á Gabriel Jesus, en ekkert var dæmt.

„Ég vil fá svar við þessu. Ég ætla ekki að kvarta undan vítaspyrnunni því þar fer það eftir skoðunum, en markið átti ekki að standa," sagði Tite.

„Þetta var ótrúlega augljóst, sóknarmaðurinn skapaði sér pláss með því að ýta í bakið á Miranda."







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner