Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 18. júní 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dalian Yifang býðst til að tvöfalda laun Rafa Benítez
Mynd: Getty Images
Rafael Benitez gæti verið á förum frá Newcastle. Time greinir frá því að kínverska félagið Dalian Yifang vilji fá hann til sín og sé búið að bjóða honum risasamning.

Samningurinn hljóðar upp á 12 milljónir punda á ári, sem samsvarar einni milljón á mánuði eða 250 þúsund pundum á viku.

Rafa er í miklum metum hjá Newcastle en þar fær hann helmingi lægri laun, eða 125 þúsund pund á viku. Þá er staða hans hjá félaginu í óvissu þar sem Mike Ashley er að reyna að selja félagið. Nýir eigendur gætu viljað fá nýjan stjóra inn.

Marek Hamsik og Yannick Carrasco eru á snærum Dalian Yifang en Carrasco hefur verið orðaður sterklega við endurkomu til Evrópu í sumar.

Manchester United bíður spennt eftir niðurstöðu. Ef Rafa tekur starfinu í Kína verður miðjumaðurinn efnilegi Sean Longstaff falur fyrir 25 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner